sun 20. september 2020 09:25
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson: Rashford fyrsti frá Man Utd sem verður fagnað á Anfield
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins, er afar hrifinn af því frábæra starfi sem Marcus Rashford hefur sinnt í þágu almennings.

Rashford safnaði gífurlega hárri upphæð til að berjast gegn hungri hjá enskum börnum og sannfærði bresku ríkisstjórnina að halda áfram með matargjafir til þeirra sem minna mega sín.

Rashford hefur fengið mikið lof fyrir góðgerðarvinnu sína og segir Robertson að hann gæti orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem verður fagnað af stuðningsmönnum Liverpool á Anfield.

„Hann hefur gert ótrúlega góða hluti. Það hafa allir verið að tala um Marcus Rashford síðan kórónuveiran skall á. Honum tókst að snúa ákvörðun þingsins við með baráttu sinni því hann vill að öll börn geti fengið mat," sagði Robertson í viðtali við The Times.

„Þegar stuðningsmenn mæta aftur á völlinn gæti Rashford orðið fyrsti leikmaður Manchester United til að vera fagnað af stuðningsmönnum hérna á Anfield. Hann ætti það svo sannarlega skilið því hann hefur hjálpað þúsundum fjölskylda."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner