Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. september 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Malacia veit hvaða þýðingu grannaslagurinn hefur
Mynd: EPA

Tyrell Malacia er ánægður með lífið í Manchester en þessi 23 ára gamli Hollendingur gekk til liðs við félagið frá Feyenoord í sumar.


„Það eru allir leikir erfiðir, enginn auðveldur leikur," sagði Malaica.

United tapaði illa gegn Brentford en menn tóku sig á eftir þann leik og hafa unnið fjóra leiki í röð.

„Við spjölluðum saman og æfðum en það fyrsta sem við þurftum að gera var að fara aftur í grunnatriðin - leggja hart að okkur. Það sést í leikjunum, þetta hefur ekki alltaf verið fallegt en við leggjum hart að okkur og þess vegna erum við að vinna."

Malacia tekur þátt í sínum fyrsta grannaslag í næstu umferð þegar United heimsækir Manchester City eftir landsleikjagluggann. Hann veit hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir leikmenn og stuðningsmenn félagsins.

„Ég hef talað við strákana og þeir sögðu að þetta væri risastór leikur. Ég lifi fyrir þessa leiki, ég mun gefa allt í hann og við verðum að gera það sem lið. Við þurfum að gera það í hverjum einasta leik."


Athugasemdir
banner
banner