Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sagði upp vegna óánægju stuðningsmanna
Mynd: Getty Images
Marcelino er hættur sem stjóri franska liðsins Marseille, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn í starfið.

Hluti stuðningsmanna liðsins hafði kallað eftir afsögn Marcelino og mótmælt leikaðferð hans. Upp úr sauð á fundi á mánudag milli stuðningsmanna og æðstu manna félagsins.

Stuðningsmenn Marseille létu óánægju sína í ljós á leik gegn Toulouse á sunnudag, sem endaði með markalausu jafntefli.

Marcelino sagði upp og félagið segir í yfirlýsingu að það sé mikil vonbrigði að þurfa að kveðja starfsliðiðið, sem tók við í júní.

Marseille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar og er ósigrað eftir fimm leiki, tveir sigrar og þrjú jafntefli. Liðið féll hinsvegar úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn Panathinaikos.

Marseille mætir Ajax á morgun í Evrópudeildinni en David Friio, íþróttastjóri félagsins, stýrir liðinu í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner