Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Onana með klaufaleg mistök - Arsenal að ganga frá PSV
André Onana átti að gera betur í fyrra markinu
André Onana átti að gera betur í fyrra markinu
Mynd: Getty Images
Bayern München er að vinna Manchester United, 2-0, í München í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, á meðan Arsenal er að vinna PSV, 3-0, á Emirates.

Leroy Sane og Serge Gnabry skoruðu mörk Bayern í fyrri hálfleiknum gegn United, en André Onana, markvörður United, leit illa út í fyrra markinu.

Sane lét þá vaða við vítateigslínuna og fór boltinn beint á Onana, sem varði boltann klaufalega í netið.

Gnabry skoraði þá síðara marki stuttu síðar með góðu skoti úr teignum.

Sjáðu mistökin hjá Onana
Sjáðu markið hjá Gnabry

Arsenal er þá að valta yfir PSV á Emirates, en staðan þar er 3-0 heimamönnum í vil.

Bukayo Saka, Leandro Trossard og Gabriel Jesus skoruðu mörk Arsenal, en þau má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Saka
Sjáðu markið hjá Trossard
Sjáðu markið hjá Jesus
Athugasemdir
banner
banner