Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. október 2019 15:16
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: Hörður Björgvin sneri aftur í jafntefli gegn Ufa
Hörður Björgvin og Arnór Sigurðsson spiluðu báðir í dag
Hörður Björgvin og Arnór Sigurðsson spiluðu báðir í dag
Mynd: Getty Images
Ufa 1 - 1 CSKA
0-1 Ilzat Akhmetov ('26 )
1-1 Vyacheslav Krotov ('83 )

CSKA Moskva gerði 1-1 jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í vörn CSKA en hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli í ökkla.

Hann lék allan leikinn og það gerði Arnór Sigurðsson einnig en hann spilaði í fremstu víglínu með Fedor Chalov.

CSKA er í 4. sæti með 26 stig, þremur stigum á eftir toppliðum Lokomotiv og Zenit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner