Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Þeir eru ekki spenntir yfir stigi gegn Liverpool
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Ég finn til með leikmönnunum, þeir voru stórkostlegir," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-1 jafntefli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

United komst yfir seint í fyrri hálfleiknum og hélt foystunni alveg fram á 85. mínútu þegar Adam Lallana skoraði. Fram að jöfnunarmarkinu hafði Liverpool skapað sér fá færi.

„Leikmennirnir eru vonsviknir í búningsklefanum og það er góðs viti. Þeir eru ekki spenntir yfir stigi gegn Liverpool. Við hefðum átt að fá þrjú stig."

„Liverpool eru með gott lið og þeir ýttu okkur aftarlega á völlinn, en mér fannst þeir ekki skapa sér mörg góð tækifæri. Það leit út fyrir að við gætum náð í annað mark með skyndisóknum. Við hefðum átt að komast fyrir fyrirgjöfina eða koma henni í burtu," sagði Solskjær um mark Liverpool.

„Þetta var góð liðsframmistaða og við getum byggt á henni. Stuðningsmennirnir voru ótrúlegir."

Man Utd tapaði 1-0 gegn Newcastle í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Frammistaðan gegn Liverpool í dag var mun betri.

„Strákarnir svöruðu frábærlega. Við erum með lið sem vinnur fyrir hvorn annan og kannski munu þessi úrslit breyta tímabilinu okkar. Strákarnir eru vonsviknir vegna þess að þeim líður eins og þeir hafi átt að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner