Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. október 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Ekki vanvirða leikmennina
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Marcus Rashford, Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo
Marcus Rashford, Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fannst liðið spila vel í fyrri hálfleik og að hálfleikstölur hafi ekki alveg gefið rétta mynd af leiknum, er liðið van Atalanta 3-2 í Meistaradeildinni í kvöld.

United var tveimur mörkum undir í hálfleik en kom til baka og vann leikinn 3-2.

Solskjær var ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik og segir að Atalanta hafi nýtt sín færi vel. Hann var hins vegar viss um að liðið myndi vinna leikinn.

„Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik líka. Þeir fá tvö færi og skora tvö mörk. Við þurftum að stöðva þetta til að þrauka og þetta hefur verið svolítill vani hjá þessu félagi. Mér fannst við spila vel og þeir skora mark upp úr engu og svo annað úr föstu leikatriði, en við hættum aldrei að trúa og héldum bara áfram."

„Hann fékk færi í fyrri hálfleik en Marcus hélt áfram. Hann fékk smá högg en ég veit að hann verður mikilvægur fyrir okkur. Þetta var virkilega vel gert hjá Harry því þetta er ekki alveg staðan sem maður býst við að hann skori úr og Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir framlag þá bið ég viðkomandi um að horfa á leikinn. Horfðu á hvernig hann hljóp út um allt."

„Í hálfleik þá sagði ég við strákana að tryggja það að við myndum gera næsta mark því þá myndum við vinna leikinn. Svo lengi sem við fáum ekki mark á okkur þá var ég viss um að við myndum vinna, þannig þetta var spurning um taka áhættur."


Solskjær var ekki sáttur við spurningu þar sem hann benti á að það liti út fyrir að leikmennirnir væru að spila fyrir hann.

„Ekki vanvirða leikmennina. Þeir spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu menn í heimi. Þeir eru heppnustu menn heims í kvöld því þeir fá að spila fyrir Manchester United. Það eru margar milljónir barna sem dreyma um þetta."

Stuðningsmenn United voru háværir á vellinum og var hann virkilega ánægður með stuðninginn á Old Trafford.

„Stuðningsmennirnir eru stór partur af þessum klúbb. Leikmenn náðu að halda í trúna á meðan þeir sungu. Þetta eru hlutirnir sem þú framkvæmir hjá Manchester United á Meistaradeildarkvöldi. Þetta horn á vellinum er það besta í heiminum og það kemur fyrir að stuðningsmenn verða leiðir en þeir halda samt áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner