Íslendingar bíða margir hverjir spenntir eftir því að sjá hver verður næsti þjálfari KR. Félagið hefur ekki enn ráðið nýjan þjálfara eftir að Rúnar Kristinsson rann út á samningi um mánaðamótin.
Óskar Hrafn Þorvaldsson var samkvæmt heimildum Fótbolta.net með kláran samning við félagið, einungis átti eftir að undirrita hann en Haugesund hafði betur í baráttunni um starfskrafta hans. Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson voru einnig á lista en þeir verða áfram hjá Breiðabliki og Stjörnunni.
Óskar Hrafn Þorvaldsson var samkvæmt heimildum Fótbolta.net með kláran samning við félagið, einungis átti eftir að undirrita hann en Haugesund hafði betur í baráttunni um starfskrafta hans. Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson voru einnig á lista en þeir verða áfram hjá Breiðabliki og Stjörnunni.
Önnur nöfn sem hafa heyrst eru Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Gregg Ryder, Ólafur Jóhannesson, Davíð Snorri Jónasson, Ólafur Ingi Skúlason, Ólafur Kristjánsson, Ágúst Gylfason og Brynjar Björn Gunnarsson.
Rætt var um KR í Þungavigtinni og hafði KR-ingurinn Mikael Nikulásson sína skoðun á hægagangi KR-inga.
„Ég hjó eftir því að Páll Kristjánsson neitaði ekki fyrir þessa Ryder sögu hjá Rikka. Það kemur mér ekki á óvart að það séu að koma upp fleiri nöfn. Það styrkir það sem ég hef sagt, ég held að KR hafi látið Rúnar fara of fljótt, héldu að þeir væru með eitthvað öruggt en svo klikkaði það. Annars væru ekki 10-15 þjálfarar orðaðir við starfið. Þetta er KR."
„Það hefði verið hægt að leggja Rúnari línurnar, segjast vilja gera breytingar en halda honum, fara yfir hvað það væri sem hefði klikkað síðustu þrjú árin og hvað menn væru ósáttir með. Það hefði verið hægt að gera þetta skref fyrir skref. Ég er búinn að fylgjast með KR síðan eins og barninu mínu í 40 ár. Í eiginlega öllum tilvikum þegar þjálfari hefur hætt eða verið látinn fara, þá hefur næsti þjálfari verið kominn inn strax. Það hefur aldrei verið neitt vesen fyrir KR að ráða bestu þjálfarana. Núna eru komin nöfn sem... ég segi ekki meira."
Lentu á vegg
Kristján Óli Sigurðsson kom inn á að KR væri búið að ráða markmannsþjálfara og styrktarþjálfara áður en gengið er frá ráðningu á þjálfara. Það þyki honum furðulegt.
„Þetta er stórfurðulegt, þú bíður með allt eftir að þjálfari er ráðinn. Þú vilt sem þjálfari fá að ráða hlutunum," sagði Mikael sem þjálfaði KFA í sumar.
„Aðalmálið er það að þeir lentu á einhverjum vegg, fengu ekki það sem þeir héldu að væri klárt. Þeir hafa haldið að ef Óskar myndi ekki koma að þá myndi Dóri Árna koma sjálfkrafa. Það hlýtur að vera."
Skilur ekki af hverju ekki var hringt í Sigga Höskulds
Síðar í þættinum var rætt um Sigurð Heiðar Höskuldsson sem ráðinn var til Þórs í vikunni. „Skil ekki að KR hafi ekki hringt í hann miðað við þetta grín sem er í gangi," sagði Mikael og kom inn á að Siggi hafi sagt í viðtölum að hann hafi ekki fengið neitt símtal frá KR.
18.10.2023 15:00
Kristinn bíður og sér hver tekur við áður en hann tekur ákvörðun
Athugasemdir