Hákon Rafn Valdimarsson var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar fyrir frammistöðu sína í marki Elfsborg á liðnu tímabili. Hákon átti virkilega gott tímabil og hefur vakið athygli utan Svíþjóðar.
Hann var fyrr í þessum mánuði orðaður við belgíska stórliðið Anderlecht og er Eflsborg sagt undirbúið undir það að Hákon gæti haldið annað í komandi félagaskiptaglugga. Hákon er 22 ára og gekk í raðir Elfsborg um sumarið 2021. Hann varði mark Íslands gegn Portúgal í gær og fékk lof fyrir frammistöðu sína.
Hann var fyrr í þessum mánuði orðaður við belgíska stórliðið Anderlecht og er Eflsborg sagt undirbúið undir það að Hákon gæti haldið annað í komandi félagaskiptaglugga. Hákon er 22 ára og gekk í raðir Elfsborg um sumarið 2021. Hann varði mark Íslands gegn Portúgal í gær og fékk lof fyrir frammistöðu sína.
Samkvæmt heimildum Sportbladet er Ricardo Friedrich skotmark Elfsborg ef Hákon er á förum. Friedrich er þrítugur, hefur leikið með Kalmar en er að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út nú í vetur. Sænsku meistararnir í Malmö hafa einnig áhuga á Friedrich sem er þrítugur Brasilíumaður.
Tim Rönning er samningsbundinn Elfsborg áfram. Hann var varamarkvörður fyrir Hákon á tímabilinu. Hann gæti verið kostur í markvarðarstöðuna ef Hákon yfirgefur félagið.
Hákon framlengdi samning sinn við Elfsborg í mars á þessu ári og er samningsbundinn út árið 2027. Á Fotbolldirekt var fyrr í þessum mánuði fjallað um að Elfsborg vildi fá að minnsta kosti þrjár milljónir evra fyrir Hákon.
Viðtal við markvörðinn eftir leikinn í gær má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir