Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U15 mætir Portúgal í beinni - Sjáðu mörkin þrjú gegn Spáni
watermark Ísland mætir Portúgal á eftir.
Ísland mætir Portúgal á eftir.
Mynd: U15 / KSÍ / aðsend
U15 landslið kvenna mætir Portúgal í dag, mánudag, í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament.

Mótið er haldið í Portúgal, en leikurinn í dag hefst klukkan 15:00 og verður hann í beinni útsendingu á Youtube síðu KSÍ.

Ísland gerði virkilega flott 3-3 jafntefli við Spán í hörkuleik í fyrsta leik sínum á mótinu á meðan Portúgal tapaði risastórt, 1-11, gegn Þýskalandi.

Hægt er að nálgast beina útsendingu frá leiknum í dag með því að smella hérna.

Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá mörkin úr leik Íslands gegn ógnarsterku liði Spánar. Fanney Lísa Jóhannesdóttir úr Stjörnunni gerði tvennu og þá skoraði Hafrún Birna Helgadóttir úr FH eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner