Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 21. janúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Arteta telur sig vita hver lak upplýsingum
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vita hvaða leikmaður það var sem lak upplýsingum af æfingu til fjölmiðla.

Dani Ceballos og David Luiz slógust á æfingu fyrr á tímabilinu og fréttir af því birtust í fjölmiðlum.

„Ég er ekki ánægður með þetta og mun komast að því hvaðan þetta kom," sagði Arteta um lekann í nóvember.

Aðspurður hvort hann hafi komist til botns í málinu sagði Arteta í dag: „Já, ég hef hugmynd um það."

Arteta sagðist ekki vilja tjá sig um það hvort viðkomandi leikmaður sé á förum frá Arsenal í þessum mánuði en Bæði Mesut Özil og Sokratis Papastathopoulos hafa gert starfslok við Arsenal undanfarna daga.
Athugasemdir
banner