Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. janúar 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea fékk ekki sinn eigin leikmann til baka
Emerson í leik með Chelsea.
Emerson í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Aðalmarkmið Chelsea í janúarglugganum er að fá inn vinstri bakvörð til að fylla í skarð Ben Chilwell, sem kemur líklega ekki meira við sögu á þessu tímabili vegna meiðsla.

Fram kemur á vefmiðlinum Goal að Lundúnafélagið hafi reynt að kalla Emerson Palmieri til baka úr láni frá franska félaginu Lyon. Það hafi verið einfaldasta lausnin.

En sú lausn var á endanum ekki svo einföld.

Það var engin klásúla í lánssamningum þess efnis að Chelsea gæti kallað hann til baka áður en samningurinn endaði. Chelsea þurfti því að semja við Lyon um verð til að fá hann aftur. Enska félagið bauð því franska 4 milljónir punda til að fá Emerson aftur en Lyon hafnaði því.

„Við munum halda Emerson," segir Peter Bosz, þjálfari Lyon.

Það er því óvissa um stöðu vinstri bakvarðar hjá Chelsea. Layvin Kurzawa var orðaður við félagið á dögunum en sagan segir að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, sé ekki mjög spenntur fyrir honum. Hann var spenntari fyrir því að fá Emerson til baka, en það gekk ekki upp - Lyon ætlar að halda honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner