fös 21. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margrét Magnúsdóttir tekur við U19 kvenna (Staðfest)
Icelandair
Mynd: KSÍ
Margrét Magnúsdóttir hefur verið ráðin þjálfari U19 ára landsliðs kvenna hjá KSÍ. Hún hefur þegar hafið störf og mun jafnramt vera aðstoðarþjálfari U17 ára landsliðs kvenna.

Úr frétt af vef KSÍ:
Margrét hefur lokið UEFA A (KSÍ A) og UEFA Youth Elite (KSÍ Afreksþjálfun unglinga) knattspyrnuþjálfaragráðum, er með stúdentspróf í íþróttafræði frá Fjölbraut í Breiðholti og BS gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hún hefur m.a. starfað sem afreksþjálfari og yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Val og sem yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Fylki, auk þess að að gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki árin 2019 og 2020.

Sem leikmaður lék Margrét upp yngri flokka Vals og á leiki í meistaraflokki með Val, Fjölni, Fylki, Grindavík og Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner