Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. janúar 2022 20:37
Victor Pálsson
Reykjavíkurmótið: Víkingar kláruðu Fjölni á síðasta korterinu
Kristall skoraði tvö.
Kristall skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 2 - 5 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson('10)
1-1 Árni Steinn Sigursteinsson('27)
1-2 Kristall Máni Ingason('50)
2-2 Andri Freyr Jónasson('55)
2-3 Kristall Máni Ingason('75)
2-4 Sigurður Steinar Björnsson('78)
2-5 Birnir Snær Ingason('84)

Víkingur Reykjavík fer taplaust í gegnum A riðil Reykjavíkurmótsins en liðið spilaði sinn síðasta leik riðlakeppninnar í kvöld gegn Fjölni.

Víkingar voru taplausir eftir fyrstu tvo leikina en liðið vann Fylki 4-3 í fyrsta leik og gerðu svo 1-1 jafntefli við Val.

Leik kvöldsins lauk með 5-2 sigri Víkings á Fjölnisvelli en heimaliðið er án stiga með markatöluna 3-16 í neðsta sæti.

Leikurinn var nokkuð jafn alveg þar til 15 mínútur voru eftir en á þeim kafla skoruðu Víkingar þrjú mörk eftir að Fjölnir hafði jafnað í tvígang.

Kristall Máni Ingason átti mjög góðan leik fyrir meistarana og skoraði tvennu í viðureigninni. Hinn ungi og efnilegi Sigurður Steinar Björnsson skoraði nýkominn inn sem varamaður og þá komst Birnir Snær Ingason, sem gekk í raðir Víkings frá HK, einnig á blað.

Hér má sjá leikskýrsluna af vef KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner