Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 21. janúar 2022 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vermaelen leggur skóna á hilluna - Aðstoðar Martínez með landsliðið
Mynd: Twitter
Belginn Thomas Vermaelen, fyrrum leikmaður Ajax, Arsenal og Barcelona, hefur tilkynnt að hann sé hættur í fótbolta.

Hann hefur verið ráðinn í teymið í kringum belgíska landsliðið sem er undir stjórn Roberto Martínez.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og ég er mjög stoltur og þakklátur að fá tækifæri til að hjálpa í undirbúningum fyrir HM í Katar sem einna af aðstoðarmönnum Roberto Martínez," sagði Vermaelen.

Vermaelen er 36 ára og lék sem miðvörður og vinstri bakvörður á sínum ferli. Hann lék síðast með Vissel Kobe í Japan.

Á ferlinum lék hann 85 landsleiki og skoraði tvö mörk. Hann varð einu sinni hollenskur meistari og einu sinni enskur bikarmeistari. Hann vann La Liga fjórum sinnum sem leikmaður Barcelona og Meistaradeildina einu sinni. Á sínum tíma var hann fyrirliði Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner