Kyle Walker ferðast til Ítalíu í dag þar sem hann mun ganga frá skiptum til AC Milan.
Hann fer þangað á lánssamningi út tímabilið.
Hann fer þangað á lánssamningi út tímabilið.
Walker hefur ekki verið hluti af leikmannahópi Man City í síðustu leikjum en hann bað sjálfur um að fá að fara og hefja nýjan kafla annars staðar.
Walker, sem er einn besti bakvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur ekki verið sannfærandi á tímabilinu og virðist aldurinn vera farinn að segja til sín.
Þessi skipti útiloka mögulega skipti Marcus Rashford til Milan þar sem ítalska félagið er einungis með pláss fyrir einn leikmann í viðbót sem er frá landi utan Evrópusambandsins.
Athugasemdir