Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City að fá miðvörð frá Síerra Leóne - Lánaður til Lens
Mynd: EPA
Juma Bah er að ganga til liðs við Manchester City frá Villarreal samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Bah er 18 ára gamall miðvörður og kemur frá Síerra Leóne. Hann er á láni hjá Villarreal frá AIK Freetong í Síerra Leóne.

Romano greinir frá því að Man City ætli að lána hann strax til Lens en það er greinilega gott samband þarna á milli þar sem City keypti Abdukodir Khusanov frá Lens í gær.

Bah hefur komið við sögu í tíu leikjum í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner