Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. febrúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche vill ekki breyta rangstöðureglunni
Mynd: Getty Images
Tillaga Arsene Wenger um að breyta rangstöðureglunni fékk mikinn byr í vikunni og hefur hugmyndin sem hann lagði fram verið rædd fram og til baka á Englandi.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, er ekki sammála Wenger og telur þessa hugmynd ekki leysa neinn vanda. Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er yfirmaður heimsknattspyrnuþróunar FIFA.

Wenger vill ekki að sóknarmaður sé rangstæður ef einhver hluti líkama hans er samsíða aftasta varnarmanni.

„Ef þú ert rangstæður þá ertu rangstæður. Ef það er einhver lína sem segir að þú sért rangstæður, þá ertu rangstæður. Ef skekkjumörkin eru 10cm mun fólk segja að það sé vitleysa, skekkjumörkin ættu að vera 11cm!" sagði Dyche.

„Hvað ætlum við að gera? Halda áfram að færa línuna fram og til baka? Það verður einfaldlega að draga línuna einhvers staðar og halda áfram með smjörið.

„Það má breyta ýmsu í VAR kerfinu en það ætti að láta rangstöðuna í friði. Ef þú ert rangstæður þá ertu bara rangstæður."


Wenger vill fá þessa reglubreytingu í gegn fyrir Evrópumótið sem fer fram í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner