Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 21. febrúar 2021 18:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Endurtekið efni, Man City vann og hélt hreinu - Ógnvænleg breidd
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 1 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('2 )

City mætti í dag til Lundúna og fer heim til Manchester með þrjú stig í farteskinu, 0-1 útisigur vannst gegn Skyttunum í Arsenal. Það var Raheem Sterling sem skoraði eina mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Riyad Mahrez strax á 2. mínútu leiksins.

Manchester City er áfram í efsta sæti deildarinnar, með tíu stiga forskot á Leicester City. Manchester United getur jafnað Leicester í 2. sæti með sigri á Newcastle á eftir.

Frá og með sjötta janúar hefur City unnið og haldið hreinu tíu sinnum. Í hinum fjórum leikjunum sem liðið hefur leikið hefu liðið fengið eitt marka á sig og farið með sigur á hólmi. Síðasta lið til að ná í stig gegn City var WBA þann 15. desember.

City liðið hefur vantað einhverjar byssur að undanförnu en í dag vantaði einungis Nathan Ake í leikmannahóp liðsins, annars voru allir klárir í slaginn. Leikmenn eins og Phil Foden, Kyle Walker, Sergio Aguero og Gabriel Jesus þurftu að láta sér það að góðu að byrja á bekknum í dag, ógnvænleg breidd hjá meistaraefnunum.

Leikurinn sjálfur var kannski ekkert svo mikið fyrir augað, einungis fjögur markskot, heimamenn áttu eitt þeirra. Það kom ekki mörgum á óvart að Granit Xhaka skildi hafa fengið gult spjald í leiknum en hann hefur fengið hátt í þrjátíu slík á síðustu þremur tímabilum, einungis Luka Milivojevic hefur fengið fleiri.
Athugasemdir
banner
banner