Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. febrúar 2023 23:55
Ívan Guðjón Baldursson
Bolton spilar heimaleiki á Toughsheet leikvanginum
Mynd: Getty Images

Bolton Wanderers, sem er í toppbaráttu ensku C-deildarinnar, er búið að breyta nafninu á heimavelli sínum og hefur það vakið mikla athygli á Englandi.


Byggingarfyrirtækið Toughsheet keypti nafnaréttinn á leikvanginum og því mun Bolton spila heimaleiki sína á Toughsheet Community Stadium næstu fimm árin.

Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal fótboltaaðdáenda á Englandi enda hljómar nafnið á leikvanginum óneitanlega mikið eins og 'tough shit', eða 'harður skítur' á íslensku. Orðatiltækið 'tough shit' er notað í ensku tungumáli á svipaðan hátt og Íslendingar nota 'erfitt líf'.

„Okkur finnst þetta bara gaman," segir Doug Mercer, stjórnandi hjá Bolton. „Ég get ekki beðið eftir að þeir lýsi heimaleik hjá okkur á Sky Sports. Það verður mjög fyndið."

Til gamans má geta að Bolton fær metfé fyrir nafnaréttinn á leikvanginum næstu fimm árin, talsvert hærri upphæð heldur en Reebok og University of Bolton voru að greiða.

Jón Daði Böðvarsson er samningsbundinn Bolton en hann er meiddur út tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner