Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Elneny búinn að skrifa undir samning

Egypski miðjumaðurinn Mohamed Elneny er búinn að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Arsenal.


Elneny er þrítugur og á 155 leiki að baki á sex árum hjá Arsenal. Hann gekk í raðir félagsins í janúar 2016 en var lánaður til Besiktas í eitt tímabil.

Elneny er þar með sá leikmaður Arsenal sem hefur verið lengst hjá félaginu, eftir að hann var keyptur frá Basel í Sviss fyrir um 6 milljónir punda. Arsene Wenger var enn við stjórnvölinn á þeim tíma.

Elneny hefur skorað 6 mörk og gefið 10 stoðsendingar í Arsenal treyjunni.


Athugasemdir
banner