Spánverjinn Javi Gracia er kominn langt í viðræðum við Leeds og er hann að taka við stjórn liðsins.
Þetta kemur fram hjá The Athletic en fyrst var sagt frá viðræðunum í gær.
Carlos Corberan stjóri West Brom og Andoni Iraola hjá Rayo Vallecano voru á óskalista Leeds eftir að Jesse Marsch var rekinn en reyndust ekki fáanlegir.
Leeds ræddi meðal annars við Alfred Schreuder, fyrrum stjóra Ajax, en tilkynnti síðasta þriðjudag að Michael Skubala myndi halda áfram sem bráðabirgðastjóri „í komandi leikjum".
Einum leik síðar er Leeds að ráða Gracia út tímabilið hið minnsta, en liðið tapaði gegn Everton um síðustu helgi í fallbaráttuslag.
Gracia var síðast þjálfari Al Sadd í Katar og hann vann deildina áður en hann var rekinn í júní í fyrra. Hann var stjóri Watford frá janúar 2018 til september 2019. Hann kom liðinu í úrslitaleik FA-bikarsins 2019 en var svo rekinn eftir slaka byrjun á tímabilinu á eftir.
Meðal annarra liða sem hann hefur þjálfað eru Malaga á Spáni og Rubin Kazan í Rússlandi.
Athugasemdir