Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gullmedalía undir hjá Dubravka en vill samt að Newcastle vinni
Mynd: EPA
Martin Dubravka má ekki spila með Newcastle United gegn Manchester United þegar liðin mætast í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. Það er vegna þess að hann spilaði með Man Utd fyrr í keppninni.

Dubravka var lánaður frá Newcastle til Man Utd síðasta sumar og varði mark liðsins í tveimur leikjum í deildabikarnum. Hann var svo kallaður til baka í byrjun janúar og er nú varamarkvörður Newcastle.

Nick Pope, aðalmarkvörður liðsins, verður í leikbanni út af rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Liverpool um helgina. Og þar sem Dubravka má ekki spila með meira en einu liði á sama tímabilinu í sömu keppninni þá verður Loris Karius, þriðji markvörður liðsins, á milli stanganna í úrslitaleiknum.

Dubravka er í skrítinni stöðu þar sem hann getur einungis fengið gullmedalíu ef Man Utd vinnur á sunnudaginn.

„Það verður erfitt að horfa á þennan leik. Ég hef verið spurður margoft út í han, en auðvitað, þá vil ég að Newcastle vinni því ég hef verið í mörg ár hér og ég er mjög þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk að spila í enska boltanum. Það þarf ekki að spyrja mig að þessu."

Leikurinn verður fyrsti keppnisleikur Karius fyrir Newcastle. „Þetta gæti verið bíómynd, mjög skrítið staða. Ég get ekki spilað út af augljósum ástæðum. Nick fékk rauða spjaldið. Svo núna snýst þetta um að undirbúa hvorn annan," sagði Dubravka.
Enski boltinn - Möguleg meistaraheppni
Athugasemdir
banner
banner