Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford ætlar ekki að hægja á sér
,,Finn enga löngun til að slaka á
Mynd: EPA
Marcus Rashford er í banastuði með Manchester United og skoraði tvennu í flottum þriggja marka sigri á Leicester um helgina. Hann er þar með kominn með 24 mörk á tímabilinu fyrir lið sem hefur vantað alvöru markaskorara í langan tíma.

Rashford er búinn að skora 16 mörk í 17 leikjum síðan HM í Katar lauk og ætlar ekkert að hægja á sér.

„Þetta er frábær tilfinning. Ég er að skora og við erum að vinna leiki þó að við séum ekki endilega að spila uppá okkar besta, sem er mjög gott merki. Við þurfum enn að bæta okkur en yfir heildina litið þá höfum við tekið mögnuðum framförum," segir Rashford.

„Við erum að berjast um marga mismunandi titla og það er mikið af mikilvægum stórleikjum framundan. Í miðri viku eigum við stórleik í Evrópudeildinni og svo er úrslitaleikur deildabikarsins um helgina. Það eru alltaf spennandi leikir framundan og ég finn enga löngun til að slaka á. Ég ætla ekki að hægja á mér. Ég mun alltaf reyna að bæta mig."

Man Utd er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, þremur stigum eftir Manchester City og fimm stigum eftir toppliði Arsenal sem á leik til góða.

„Við erum ekki langt frá toppbaráttunni en bæði liðin fyrir ofan okkur eru mjög sterk og misstíga sig sjaldan. Við verðum að halda einbeitingunni á sjálfum okkur ef við viljum eiga einhverja möguleika á titlinum. Við megum ekki horfa á hvað toppliðin eru að gera."

Man Utd er með 49 stig úr síðustu 22 úrvalsdeildarleikjum en á ekki deildarleik næst fyrr en 5. mars. Þá heimsækja Rauðu djöflarnir stórlið Liverpool.

Rauðu djöflarnir eiga leiki í Evrópudeildinni, deildabikarnum og FA bikarnum áður en leikinn gegn Liverpool ber að garði.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner