Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 21. febrúar 2023 10:05
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Liverpool héldu flugeldasýningu við hótel Real Madrid í nótt
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Liverpool kveiktu í flugeldum við hótel Real Madrid klukkan 2 í nótt, til að trufla svefn leikmanna spænska stórliðsins.

Evrópumeistararnir mættu til borgarinnar í gær og eru á Innside Liverpool hótelinu við Meyrsey ánna.

Flugeldasýningin stóð yfir í rúmlega hálfa mínútu en kveikt var í flugeldunum rétt fyrir utan innganginn að hótelinu.

Algengt er að stuðningsmenn noti þessa aðferð í aðdraganda stórra leikja og stuðningsmenn Liverpool gerðu það sama 2019, fyrir magnaðan 4-0 sigur gegn Barcelona á Anfield.

Það er ólíklegt að þetta útspil hafi áhrif á reynslumikið lið Real Madrid. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner