
Ísland 4 - 1 Wales
1-0 Snædís María Jörundsdóttir ('9)
2-0 Sædís Rún Heiðarsdóttir
2-1 ('53)
3-1 Katla Tryggvadóttir ('61)
4-1 Katla Tryggvadóttir ('77, víti)
1-0 Snædís María Jörundsdóttir ('9)
2-0 Sædís Rún Heiðarsdóttir
2-1 ('53)
3-1 Katla Tryggvadóttir ('61)
4-1 Katla Tryggvadóttir ('77, víti)
Íslenska U19 landslið kvenna lauk leik á æfingamóti í Portúgal í dag með 4-1 sigri á Wales.
Það þýðir að íslenska liðið endar með fullt hús stiga, þrír sigrar í þremur leikjum.
Snædís María Jörundsdóttir kom íslenska liðinu yfir á 9. mínútu og Sædís Rúna Heiðarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu.
Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu minnkaði Wales muninn. Katla Tryggvadóttir var ein af þremur sem komu inná á 60. mínútu og hún skoraði þriðja mark Íslands strax mínútu síðar. Hún innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 77. mínútu.
Þrír leikir, níu stig, ellefu mörk skoruð og fimm fengin á sig. Vel gert hjá stelpunum! Næsta verkefni liðsins er milliriðill í Danmörku fyrir EM 2023. Liðið spilar við Danmörku, Úkraínu og Svíþjóð í apríl um sæti á lokamótinu.
Það má bæta því við að U17 landsliðið vann einnig sigur á æfingamóti í Portúgal fyrr í þessum mánuði.
???? Byrjunarlið U19 kvenna sem mætir Wales kl. 14:00 í síðasta leik sínum á æfingamóti í Portúgal.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2023
???? Bein útsending frá leiknum verður á KSÍ TV.
???? https://t.co/m9BvkCk3KG
???? Our U19 women's side starting lineup against Wales today.#dottir pic.twitter.com/vaNI2PhRnL
Athugasemdir