Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 21. febrúar 2024 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool búið að snúa við blaðinu - Hollendingarnir með mörkin
Virgil van Dijk og Cody Gakpo skoruðu mörk Liverpool
Virgil van Dijk og Cody Gakpo skoruðu mörk Liverpool
Mynd: Getty Images
Hollensku leikmennirnir í Liverpool eru búnir að snúa við blaðinu fyrir liðið gegn Luton en staðan er nú 2-1.

Heimamenn voru marki undir í hálfleik þó þeir hafi fengið full af færum til að skora.

Snemma í síðari hálfleik hrökk Liverpool í gírinn. Virgil van Dijk, fyrirliði liðsins, jafnaði með skalla eftir hornspyrnu Alexis Mac Allister áður en landi hans Cody Gakpo kom liðinu í forystu aðeins tveimur mínútum síðar með skalla og aftur eftir stoðsendingu Mac Allister.

Ágætis byrjun á síðari hálfleiknum hjá heimamönnum.

Sjáðu markið hjá Van Dijk

Sjáðu markið hjá Gakpo

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner