Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fös 21. febrúar 2025 21:21
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Kvenaboltinn Icelandair
Karólína Lea í leiknum í kvöld.
Karólína Lea í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara helvíti svekkjandi ef ég má segja það," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Íslands eftir markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

„Við áttum fleiri færi en þær, mjög mörg föst leikatriði sem við erum vön að klára en þetta tókst ekki í dag. Stundum eru leikirnir þannig og við verðum bara að halda áfram," hélt hún áfram.

Hvernig fannst þér leikurinn heilt yfir?
„Mér leið bara vel, mér fannst við komast í góðar sóknir, það vantaði kannski gæðin í slúttin og síðustu sendinguna. Við vorum heilt yfir betri og við verðum bara að byggja ofan á þetta."

Fannst þér aldrei í leiknum að þetta væri bara svona leikur sem allt væri stöngin út?
„Nei, ég hef alltaf þessa trú að við skorum. Við skorum í nánast hverjum einasta leik og ef það er ekki úr einhverri sókn þá er það úr föstu leikatriði. Ég hef alltaf trú en þetta gekk ekki í dag."

Var svissneska liðið eitthvað öðruvísi en þú bjóst við?

„Nei, þær voru nákvæmlega eins og við héldum. Þær voru mikið í löngum boltum og við unnum þær þar. Þær eru með góðan framherja og það kom mér smá á óvart hvað hún er tæknilega góð, og góða sexu, annars kom ekkert á óvart."
Athugasemdir
banner
banner