Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 21. febrúar 2025 21:21
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Kvenaboltinn Icelandair
Karólína Lea í leiknum í kvöld.
Karólína Lea í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara helvíti svekkjandi ef ég má segja það," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Íslands eftir markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

„Við áttum fleiri færi en þær, mjög mörg föst leikatriði sem við erum vön að klára en þetta tókst ekki í dag. Stundum eru leikirnir þannig og við verðum bara að halda áfram," hélt hún áfram.

Hvernig fannst þér leikurinn heilt yfir?
„Mér leið bara vel, mér fannst við komast í góðar sóknir, það vantaði kannski gæðin í slúttin og síðustu sendinguna. Við vorum heilt yfir betri og við verðum bara að byggja ofan á þetta."

Fannst þér aldrei í leiknum að þetta væri bara svona leikur sem allt væri stöngin út?
„Nei, ég hef alltaf þessa trú að við skorum. Við skorum í nánast hverjum einasta leik og ef það er ekki úr einhverri sókn þá er það úr föstu leikatriði. Ég hef alltaf trú en þetta gekk ekki í dag."

Var svissneska liðið eitthvað öðruvísi en þú bjóst við?

„Nei, þær voru nákvæmlega eins og við héldum. Þær voru mikið í löngum boltum og við unnum þær þar. Þær eru með góðan framherja og það kom mér smá á óvart hvað hún er tæknilega góð, og góða sexu, annars kom ekkert á óvart."
Athugasemdir
banner