Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 21. mars 2021 19:51
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Arnar Viðars: Hræðilegar fréttir fyrir okkur en jákvæðar fyrir Gylfa
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson þjálfar íslenska landsliðið með Eiði Smára Guðjohnsen.
Arnar Þór Viðarsson þjálfar íslenska landsliðið með Eiði Smára Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar og Eiður hjálpuðu til við að bera töskur inn á hótel íslenska landsliðsins í Þýskalandi í dag.
Arnar og Eiður hjálpuðu til við að bera töskur inn á hótel íslenska landsliðsins í Þýskalandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson þurfti að draga sig úr íslenska hópnum.
Gylfi Þór Sigurðsson þurfti að draga sig úr íslenska hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru hræðilegar fréttir fyrir okkur en mjög jákvæðar fréttir fyrir Gylfa," sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska landsliðsins við Fóbolta.net í Dusseldorf í Þýskalandi í kvöld. Fyrr í dag bárust þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton þyrfti að draga sig út úr landsliðshópnum en kona hans ber barn þeirra undir belti.

Sjáðu viðtalið í heild í spilaranum að ofan

Börnin og fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti
„Það er einu sinni þannig í lífinu að það eru nokkrir hlutir sem eru mikilvægari en fótbolti. Það eru börnin okkar og fjölskyldan og allt sem snýr að fjölskyldunni er mikilvægara en fótbolti þó við gleymum því stundum. Ég er mjög ánægður fyrir hönd Gylfa og eiginkonu hans að þau séu að fara inn í frábært tímabil að eignast barn. Við samgleðjumst honum þó að sjálfsögðu munum við sakna hans."

Leikmannahópur íslenska liðsins hóf að týnast inn á hótel í Dusseldorf í dag og restin kemur á morgun. En afhverju gerist það ekki fyrr en í dag að það skýrist að Gylfi verði ekki með?

„Eins og eðlilegt er þá vissum við að hún sé ófrísk en þetta eru hlutir sem við reynum að halda opnum eins lengi og við getum. Svona hluti er betra að leyfa leikmönnum að stjórna sjálfum. Við vissum þetta í svolítinn tíma en ákvörðunin var tekin í dag."

Endanleg ákvörðun með alla þrjá leikina
Ísland mætir Þýskalandi í Duisburg á fimmtudaginn og í kjölfarið koma leikir gegn Armeníu á mánudag og Liectenstein á miðvikudag. Er Gylfi frá í öllum þessum leikjum?

„Þetta er endanleg ákvörðun fyrir alla leikina en þetta opnar möguleika fyrir aðra leikmenn og okkur staffið að skoða aðra leikmenn og möguleika. Við lítum á þetta sem áskorun að vera án eins af okkar bestu leikmönnum og gerum það besta úr þessu.

Fjarvera Gylfa setur plön ekki í uppnám
Arnar og þjálfarateymið kom á hótelið í Dusseldorf á föstudaginn og tímann hafa þeir nýtt í að plana verkefnið framundan. Setur fjarvera Gylfa plönin í uppnám?

„Nei, það gerir það ekki," sagði Arnar. „Við vissum að þetta væri möguleiki og höfum því rætt þetta og vorum með plan A, B og C og teljum okkur klára til að tækla þetta."

Telja sig ekki þurfa að bæta við leikmönnum
Björn Bergmann Sigurðarson þurfti að draga sig úr hópnum fyrir helgi vegna andstöðu félags hans, Molde í Noregi við að hann færi í ferðina. Eftir standa 23 af 25 leikmanna hópi sem Arnar valdi upphaflega. En ætlar hann að bæta við fleirum?

„Nei, ekki enn sem komið er. Við vorum búnir að reikna með því að Björn kæmi ekki og erum með aðra fjóra framherja í hópnum. Við teljum okkur ekki þurfa að bæta við enn sem komið er. En svo getur alltaf eitthvað gerst í kvöld þegar það eru leikir."

Betra stand á hópnum en í síðustu verkefnum
Arnar sagði svo í lokin að allir leikmenn í hópnum væru í góðu standi og hann ætti ekki von á frekari forföllum.

„Þeir sem eru komnir á hótelið núna og eru á leiðinni á hótelið eru í góðu standi, hafa verið að spila og eru langflestir í góðu leikformi. Þeir eru allir búnir að vera að æfa vel og það er jákvætt. Svolítið annað en hafði verið í síðustu verkefnum þar sem menn duttu inn eftir eina, tvær eða þrjár æfingar. Það er ekki upp á teningunum núna sem er mjög jákvætt," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner