banner
   sun 21. mars 2021 08:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel er fyrirliði Stjörnunnar - „Orðinn nógu þroskaður til þess aftur"
Rúnar Páll á góðri stundu í fyrra. Hann hló upphátt í viðtalinu þegar hann grínaðist með Daníel Laxdal.
Rúnar Páll á góðri stundu í fyrra. Hann hló upphátt í viðtalinu þegar hann grínaðist með Daníel Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson hefur borið fyrirliðaband Stjörnunnar í vetur. Alex Þór Hauksson var fyrirliði liðsins í fyrra en hann er farinn til Östers í Svíþjóð.

Daníel Laxdal bar fyrirliðabandið í 4-2 sigri Stjörnunnar á Fylki í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í gær.

„Daníel Laxdal verður fyrirliði liðsins, tekur við bandinu eftir einhverja átta ára fjarveru. Það er flott, hann er orðinn nógu þroskaður til þess aftur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og skellti svo upp úr. Viðtalið má sjá hér að neðan.

„Hann tekur við því aftur. Hann var fyrirliði lengi vel þegar Bjarni Jó og Logi þjálfuðu liðið en afsalaði sér því árið 2014. Þá tóku aðrir við keflinu en hann tekur aftur við því núna."

Verður Hilmar Árni varafyrirliði?

„Það er ekki búið að gefa það út. Hann hefu verið það í þessum Lengjubikars leikjum og staðið sig feyki vel í því hlutverki," sagði Rúnar.


Rúnar Páll: Fínt að fá mark fyrir hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner