Það var dregið í undanúrslit enska bikarsins núna rétt í þessu.
Það var dregið í hálfleik í leik Leicester og Manchester United en það er síðasti leikurinn í átta-liða úrslitunum.
Staðan er 1-1 í hálfleik en sigurliðið úr þessum leik mætir Southampton í næstu umferð.
Þá mætast Chelsea og Manchester City í stórleik í hinni viðureigninni.
Undanúrslitin verða spiluð á Wembley í næsta mánuði.
Undanúrslitin:
Leicester/Manchester United - Southampton
Chelsea - Manchester City
Athugasemdir