Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 10:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári: Hoppum á bakið á Arnari ef við sjáum ekki framfarir á næsta hálfa árinu
Icelandair
Kári og Arnar unnu saman hjá Víkingi.
Kári og Arnar unnu saman hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á hliðarlínunni í gær.
Á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari landsliðsins í gær. Ísland tapaði 2-1 gegn Kósovó í Pristina.

Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir málin á Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Kári og Arnar unnu saman hjá Víkingi þar sem Arnar var fyrst þjálfari Kára og svo varð Kári yfirmaður fótboltamála og Arnar þjálfari liðsins.

„Arnar er alltaf mjög hreinskilinn með sín svör, eins og hann segir er kannski eitthvað sem lítur ekki nægilega vel út fyrir okkur í stúdíóinu en þá eru þetta kannski einhverjar smá lagfæringar hingað og þangað. Hann mun fara yfir þetta allt með strákunum og vonandi líta þeir hlutir betur út (í framtíðinni). Hann verður að halda í þetta," sagði Kári.

„Við erum ekki það óþolinmóðir að fara mála skrattann á vegginn eftir einn leik. Þetta eru ekki heimsins mikilvægustu leikir og við töluðum um að þetta væru mjög góðir leikir fyrir hann að fá sem fyrstu leiki. Hann getur prófað eitthvað og það er það sem við höfum kallað eftir; að fá að sjá að við séum á leið í einhverja átt. Núna sjáum við að við erum á leið í þessa átt, verðum bara að sýna því þolinmæði. Auðvitað erum við ekkert hoppandi hæð okkar þegar við töpum, það væri mjög óeðlilegt. Við sýnum honum þolinmæði, en eftir hálft ár, ef þetta er það sama og við erum að tapa öllum leikjum, þá hoppum við á bakið á honum. Við verðum að sjá framfarir. Við vitum núna í hvaða átt við ætlum að stefna; ætlum að halda í boltann, þetta mun líta pínu út eins og Víkingsliðið gerði. Svo koma sigrarnir, en þeir þurfa helst að koma fyrr en seinna," sagði Kári.

Ísland fær tækifæri að hefna fyrir tapið á sunnudag þegar liðið mætir Kósovó í Murcia í seinni leik liðanna í þessu umspili í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner