Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 21. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Besta fótboltakona heims sakar Chelsea um óheiðarleika
Aitana Bonmatí
Aitana Bonmatí
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aitana Bonmatí, besta fótboltakona heims, sakar Chelsea um að spila óheiðarlegan fótbolta en þetta sagði hún eftir 1-0 tap liðsins í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær.

Chelsea vann óvæntan sigur á Evrópumeisturum Barcelona á Spáni en Erin Cuthbert gerði eina mark liðsins.

Börsungar fengu dæmda vítaspyrnu í leiknum en þegar Mariona Caldentey var að undirbúa sig undir að taka hana var dómurinn dregin til baka af VAR.

„Ég skil ekki af hverju vítaspyrna var dæmd og Mariona var að undirbúa sig undir að taka hana áður en VAR ákvað að skoða þetta. Það verður að framkvæmda þetta á annan hátt, því það er augljóst að Salma var rangstæð stuttu áður. Ég hef ekki séð þetta aftur samt og get því ekki sagt neitt. Ef VAR hefur tekið þetta sérstaklega fyrir þá er ekkert sem við getum gert,“ sagði Bonmatí.

Bonmatí benti þá á að leikmenn Chelsea væru að sóa tíma á vellinum til að koma í veg fyrir að Börsungar næðu smá takt í spilið, en hún og liðsfélagar hennar bentu dómaranum á það, sem breytti voðalega litlu.

„Ég er ekki hrifin af því að spila með allar þessar truflanir, en við vissum þetta. Við töluðum um að Chelsea spilaði svona, sem mér finnst óheiðarlegt. Við létum dómarann vita en ekkert sem við getum gert ef þeir leyfa þetta. Við þurfum bara að vita hvernig á að spila gegn þessu,“ sagði Bonmatí í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner