Íslenska landsliðskonan Amanda Andradóttir greip tækifærið með hollenska liðinu Twente í 5-1 sigri á Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Amanda er að klára fyrsta tímabil sitt með Twente en hún kom til félagsins frá Val síðasta sumar.
Hún hefur aðeins komið við sögu í ellefu deildarleikjum með Twente á tímabilinu en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Landsliðskonan hafði unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu áður en hún meiddist undir lok síðasta árs, en hefur verið að fá mínútur í síðustu leikjum.
Amanda kom inn af bekknum á 86. mínútu í dag og skoraði fimmta mark Twente aðeins tveimur mínútum síðar. Það var annað deildarmark hennar með liðinu.
Twente tyllti sér á toppinn með sigrinum en liðið er með 51 stig, jafnmörg og PSV sem er í öðru sæti en með slakari markatölu. Aðeins tveir leikir eru eftir af deildinni en Twente mætir PEC Zwolle 3. maí áður en það mætir AZ Alkmaar í lokaumferðinni þann 17. maí.
Amanda Andradóttir setzt dem Spiel mit dem 5:1 für die @FCTwenteVrouwen die Krone auf. #tweaja pic.twitter.com/FReeRGSOsI
— oranjefussball ???????? (@oranjefussball) April 21, 2025
Athugasemdir