Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema færði sig nær titlinum með marki og stoðsendingu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Al-Hilal mistókst að halda pressu á toppliði Al-Ittihad sem þokast nær titlinum.

Al-Hilal gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Al-Shabab, þar sem mörk frá Sergej Milinkovic-Savic og Salem Al-Dawsari dugðu ekki til gegn Yannick Carrasco og félögum. Daniel Podence komst á blað í sterku liði gestanna þar sem mátti finna menn á borð við Giacomo Bonaventura, Wesley Hoedt og Abderrazak Hamdallah í byrjunarliðinu.

Joao Cancelo, Renan Lodi, Rúben Neves og Aleksandar Mitrovic voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Hilal ásamt Malcom.

Al-Hilal er sex stigum á eftir Al-Ittihad þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Al-Ittihad sigraði gegn Al-Ettifaq í kvöld þar sem Karim Benzema skoraði og lagði upp. Moussa Diaby lagði þá upp sigurmarkið fyrir Houssem Aouar.

Þetta var skemmtileg viðureign þar sem Vitinho skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina eftir undirbúning frá Georginio Wijnaldum.

Danilo Pereira jafnaði metin og skoraði svo einnig sjálfsmark en lokatölur urðu 3-2 fyrir Al-Ittihad.

Fabinho, N'Golo Kanté og Unai Hernández voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Ittihad á meðan Karl Toko Ekambi, Demarai Gray og Jack Hendry voru í byrjunarliði gestanna ásamt Marek Rodak fyrrum markverði Fulham.

Al-Hilal 2 - 2 Al-Shabab
0-1 Daniel Podence ('7)
1-1 Sergej Milinkovic-Savic ('31)
2-1 Salem Al-Dawsari ('46)
2-2 M. Al-Shwirekh ('68)

Al-Ittihad 3 - 2 Al-Ettifaq
0-1 Vitinho ('5)
1-1 Danilo Pereira ('11)
2-1 Karim Benzema ('35)
3-1 Houssem Aouar ('45+2)
3-2 Danilo Pereira ('83, sjálfsmark)

Staðan:
1. Al-Ittihad 29 leikir 68 stig
2. Al-Hilal 29 leikir 62 stig
3. Al-Nassr 28 leikir 57 stig
4. Al-Ahli 28 leikir 55 stig
5. Al-Qadisiya 28 leikir 55 stig
Athugasemdir
banner