Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 14:50
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Leverkusen: Við gerðum heiðursmannasamkomulag við Alonso
Xabi Alonso
Xabi Alonso
Mynd: EPA
Fernando Carro, framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi, segir að félagið hafi gert heiðursmannasamkomulag við spænska þjálfarann Xabi Alonso varðandi framtíð hans.

Alonso tók við Leverkusen árið 2022 og gerði liðið síðan að deildar- og bikarmeistara ári síðar.

Hann hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid síðasta árið og stefnir allt í að hann taki við félaginu í sumar.

Leverkusen mun ekki standa í vegi fyrir Alonso þó það sé ekkert riftunarákvæði í samningi þjálfarans.

„Það er ekkert riftunarákvæði í samningnum, en við gerðum heiðursmannasamkomulag. Ef að eitthvað félag sem hann hefur spilað fyrir kemur á eftir honum munum við setjast niður og ræða málin. Við munum ekki reyna að standa í vegi fyrir honum,“ sagði Carro við RaiSport.

Alonso spilaði fyrir Real Sociedad, Liverpool, Bayern München og Real Madrid á farsælum ferli sínum og lék þá 114 leiki með spænska landsliðinu.

Síðasta sumar var hann sterklega orðaður við Bayern og Liverpool, en ákvað á endanum að vera áfram hjá Leverkusen.
Athugasemdir
banner