Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd leiðir kappið um Cunha
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United leiði kapphlaupið um brasilíska sóknarleikmanninn Matheus Cunha.

Cunha hefur verið besti leikmaður Wolves á tímabilinu og nýlega verið orðaður við Arsenal og Nottingham Forest meðal annars.

Man Utd hefur þegar sett sig í samband við umboðsteymi Cunha og er leikmaðurinn falur fyrir 62,5 milljónir punda, sem samsvarar riftunarákvæðinu í samningi hans við Úlfana.

Cunha er 25 ára gamall og hefur komið að 20 mörkum í 31 leik með Úlfunum á tímabilinu.

Talið er að kaup á nýjum framherja sé forgangsmál fyrir Rúben Amorim þjálfara Man Utd, sem vill líka fá inn nýjan markvörð til að veita André Onana samkeppni.
Athugasemdir