Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. maí 2015 09:00
Fótbolti.net
Lið 4. umferðar: FH á tvo leikmenn og þjálfarann
Heimir er þjálfari umferðarinnar.
Heimir er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur ver markið að þessu sinni.
Gunnleifur ver markið að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrvalslið 4. umferðar Pepsi-deildarinnar er hér að neðan en umferðin fór öll fram í gær. Domino's býður upp á úrvalsliðið og leikmann umferðarinnar sem kynntur verður síðar í dag.

Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar. Heimir lét sína menn heyra það eftir 2-0 tap gegn Val í gær og þeir svöruðu með frábærri frammistöðu og öruggum 4-1 heimasigri á ÍA í gærkvöldi.


Gunnleifur Gunnleifsson er í markinu í úrvalsliðinu eftir að hafa varið frábærlega í 1-0 sigri Blika á Val. Oliver Sigurjónsson var einnig öflugur á miðjunni hjá Blikum þar.

Bergsveinn Ólafsson og Viðar Ari Jónsson hjálpuðu Fjölni að halda hreinu gegn Keflavík og Skúli Jón Friðgeirsson skoraði og bar af í vörn KR í sigri á Fylki.

Ian Jeffs sýndi gamalkunna takta og skoraði jöfnunarmark ÍBV gegn Leikni. Igor Taskovic var frábær á miðjunni hjá Víkingi í jafntefli gegn Stjörnunni en Rolf Toft skoraði þar einnig gegn sínum gömlu félögum.

Bjarni Þór Viðarsson var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni hjá FH í 4-1 sigrinum á FH. Atli Viðar Björnsson skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild og hann er í liði umferðarinnar að þessu sinni. Síðasti maður í framlínunni er síðan Ólafur Hrannar Kristjánsson sem skoraði glæsilegt mark fyrir Leikni í jafnteflinu í Eyjum.

Fyrri úrvalslið:
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner