Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Silkeborg þegar liðið gerði jafntefli við Helsingor í markaleik í dönsku B-deildinni í kvöld.
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í markinu hjá Silkeborg í dag en Stefán Teitur byrjaði þegar Silkeborg gerði 3-3 jafntefli við Helsingor á útivelli.
Silkeborg jafnaði metin í uppbótartíma eftir að hafa komist tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 2-2.
Silkeborg á enn möguleika á að vinna deildina þar sem liðið er þremur stigum á eftir Viborg fyrir lokaumferðina. Bæði Silkeborg og Viborg eru komin upp í dönsku úrvalsdeildina fyrir næstu leiktíð.
Viborg vann 3-0 sigur á Fredericia í dag þar sem Elías Rafn Ólafsson fékk á sig þrjú mörk.
Elías, Stefán Teitur og Patrik voru í dag valdir í íslenska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í næsta mánuði.
Andri Rúnar Bjarnason var ónotaður varamaður þegar Esbjerg vann 2-1 sigur á HB/Koge. Ólafur Kristjánsson var á dögunum látinn taka pokann sinn hjá Esbjerg sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir