Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. maí 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Hákon gerir nýjan samning við FCK - Inn í aðalliðshópinn
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára Hákon Arnar Haraldsson hefur skrifað undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn til sumarsins 2026. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þar segir að hann verði settur upp í hóp aðalliðsins frá og með komandi tímabili

Hákon er uppalinn hjá ÍA en gekk í raðir danska félagsins 2019.

Peter Petersen, íþróttastjóri FCK, fer fögrum orðum um Hákon sem hann segir með gríðarlegan leikskilning og vinnusemi. Hann sé mjög efnilegur og með gott hugarfar sem sigurvegari.

Hann segir að Hákon eigi möguleika á því að spila eitthvað með aðalliðinu á næsta tímabili.

„Þetta er mjög stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína," segir Hákon sem segir að það hafi gengið vel að aðlagast í nýju landi og að honum gangi vel að læra dönskuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner