Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   þri 21. maí 2024 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn lagði upp sigurmark Gautaborgar - Milos getur orðið deildarmeistari um helgina
Kolbeinn Þórðarson lagði upp sigurmarkið
Kolbeinn Þórðarson lagði upp sigurmarkið
Mynd: Guðmundur Svansson
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð. lagði upp sigurmark liðsins í 1-0 sigrinum á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Blikinn er fastamaður í liði Gautaborgar en landi hans, Adam Ingi Benediktsson, sat á bekknum.

Kolbeinn lagði upp sigurmarkið fyrir Gustaf Norlin þegar lítið var eftir af leiknum.

Gautaborg er í 12. sæti með 11 stig eftir tíu leiki.

Eyþór Martin Björgólfsson kom inn af bekknum í 2-1 sigri Moss á Start í norsku B-deildinni.

Sóknarmaðurinn stóri og stæðilegi kom sér í fréttirnar heima er Seattle Sounders valdi hann í nýliðavali MLS-deildarinnar í lok árs 2022.

Eyþór er uppalinn í Noregi en á íslenskan föður. Hann snéri aftur til Noregs fyrir tímabilið og þegar komið að þremur mörkum í sex leikjum.

Moss er í 4. sæti B-deildarinnar með 14 stig.

Milos færist nær titlinum

Milos Milojevic, þjálfari Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, er að færast nær deildartitlinum eftir að liðið vann 4-2 sigur á Ittihad Kalba í kvöld.

Strákanir hans Milosar eru með 58 stig á toppnum, sex stigum á undan næsta liði þegar þrjár umferðir eru eftir.

Um helgina getur liðið unnið deildina er það mætir Shabab Al Ahli í toppslag. Sigur myndi gulltryggja deildina en tap myndi hleypa Al Ahli inn í baráttuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner