Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 21. júní 2022 18:12
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarliðin hjá Víkingum og Levadia Tallin: Þrjár breytingar Víkinga en Pablo með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur mætir Levadia Tallin frá Eistlandi í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:30 í kvöld en leikið er á velli Víkinga í Fossvoginum.


Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

Víkingar unnu 0 - 3 útisigur á ÍBV 15. júní síðastliðinn en síðan þá gerir Arnar Gunnlaugsson þrjár breytingar á liði sínu.

Pablo Punyed er áfram í liðinu eftir að hafa farið meiddur af velli eftir stundarfjórðung í eyjum en þeir Logi Tómasson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Birnir Snær Ingason fara út.

Inn koma þeir Kyle McLagan, Davíð Örn Atlason og Nikolaj Hansen.

Ingvar Jónsson er skráður vararmarkvörður en er líklega ekki leikfær og kæmi ekki inná þó svo eitthvað kæmi uppá. Jochum Magnússon er einnig skráður varamarkvörður en Hannes Þór Halldórsson sem gekk í raðir félagsins í vikunni náði ekki leikheimild í tæka tíð fyrir þennan leik.


Byrjunarlið Levadia Tallinn:
99. Karl Andre Vallner (m)
3. Milan Mitrovic
4. Maximiliano Uggé
6. Rasmus Peetson
9. Mark Oliver Roosnupp
10. Brent Lepistu
14. Ernest Agyiri
17. Robert Kirss
22. Artur Pikk
49. Zakaria Beglarishvili
70. Marko Putincanin

Byrjunarlið Víkingur R.:
0. Þórður Ingason
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
80. Kristall Máni Ingason
Athugasemdir
banner
banner