Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 21. júní 2022 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Halldór Smári: Þetta gerist ekki betra
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við vorum vel stemmdir og klárir í þetta en við bjuggumst ekki endilega við því að taka þetta 6-1. Þetta er geðveikt. Fyrsti Evrópusigur Víkinga og það í Víkinni 6-1, þetta gerist ekki betra," sagði reynslu boltinn í liði Víkings, Halldór Smári Sigurðsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af sex mörkum Víkings í 6-1 sigri liðsins gegn Levadia Tallinn í Víkinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Fyrsta markið mitt í Evrópukeppni og vonandi koma fleiri. Ég held ég hafi skorað síðast í einhverjum deildarbikarleik eða einhverju prump. Það var kominn tími á þetta," sagði Halldór Smári.

Sigurinn kemur Víkingum í úrslitaleik á föstudaginn næstkomandi um laust sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hófst hinsvegar ekki vel fyrir Víkinga því Eistarnir komust yfir snemma leik eftir að Halldór Smári hafi fengið dæmt á sig víti.

„Ég fékk á mig víti sem mér fannst mjög ósanngjarnt. En þetta var ekki góð tilfinning. Fyrsta lagi að byrja leikinn nánast marki undir og fá sjálfur á sig víti. Síðan skoraði Kyle stuttu eftir það og það var mikill léttir fyrir mig. Síðan byrjaði vélin að malla eins og hún hefur gert undanfarið."

Víkingur mætir Inter Escaldes, meistaraliði frá Andorra á föstudaginn. Halldór Smári er spenntur fyrir þeim leik en er meðvitaður um að vanmat skilar engum neitt í íþróttum.

„Ég sá ekki leikinn í dag en það er mjög hættulegt að mæta í leikinn og halda að þetta verði eitthvað létt. Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum. Við þurfum að vera 100% stemmdir fyrir þann leik og hafa undirbúninginn eins og fyrir þennan leik," sagði Halldór sem viðurkennir að það er ákveðin gulrót að vita til þess að liðið mætir Milos Milojevic og lærisveinum hans í Malmö í Meistaradeildinni með sigri á föstudaginn.

„Ef við klárum þennan leik á föstudaginn þá bíður Malmö og það væri geðveikt að hitta Milos aftur og reyna vinna hann."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner