Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   þri 21. júní 2022 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Halldór Smári: Þetta gerist ekki betra
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við vorum vel stemmdir og klárir í þetta en við bjuggumst ekki endilega við því að taka þetta 6-1. Þetta er geðveikt. Fyrsti Evrópusigur Víkinga og það í Víkinni 6-1, þetta gerist ekki betra," sagði reynslu boltinn í liði Víkings, Halldór Smári Sigurðsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af sex mörkum Víkings í 6-1 sigri liðsins gegn Levadia Tallinn í Víkinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Fyrsta markið mitt í Evrópukeppni og vonandi koma fleiri. Ég held ég hafi skorað síðast í einhverjum deildarbikarleik eða einhverju prump. Það var kominn tími á þetta," sagði Halldór Smári.

Sigurinn kemur Víkingum í úrslitaleik á föstudaginn næstkomandi um laust sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hófst hinsvegar ekki vel fyrir Víkinga því Eistarnir komust yfir snemma leik eftir að Halldór Smári hafi fengið dæmt á sig víti.

„Ég fékk á mig víti sem mér fannst mjög ósanngjarnt. En þetta var ekki góð tilfinning. Fyrsta lagi að byrja leikinn nánast marki undir og fá sjálfur á sig víti. Síðan skoraði Kyle stuttu eftir það og það var mikill léttir fyrir mig. Síðan byrjaði vélin að malla eins og hún hefur gert undanfarið."

Víkingur mætir Inter Escaldes, meistaraliði frá Andorra á föstudaginn. Halldór Smári er spenntur fyrir þeim leik en er meðvitaður um að vanmat skilar engum neitt í íþróttum.

„Ég sá ekki leikinn í dag en það er mjög hættulegt að mæta í leikinn og halda að þetta verði eitthvað létt. Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum. Við þurfum að vera 100% stemmdir fyrir þann leik og hafa undirbúninginn eins og fyrir þennan leik," sagði Halldór sem viðurkennir að það er ákveðin gulrót að vita til þess að liðið mætir Milos Milojevic og lærisveinum hans í Malmö í Meistaradeildinni með sigri á föstudaginn.

„Ef við klárum þennan leik á föstudaginn þá bíður Malmö og það væri geðveikt að hitta Milos aftur og reyna vinna hann."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner