Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júní 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jesus færist nær Arsenal
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Zinchenko er orðaður við Everton.
Zinchenko er orðaður við Everton.
Mynd: EPA
Sterling er orðaður við Chelsea.
Sterling er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það bendir allt til þess að brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus muni leika með Arsenal á næsta tímabili.

Jesus er farinn að ýta á menn hjá Manchester City að leyfa sér að fara yfir til London. Hann er mjög spenntur fyrir því að fara yfir til Arsenal þrátt fyrir að félagið sé ekki í Meistaradeildinni.

Goal segir frá því að það sé búist við því að samkomulag muni nást á milli Man City og Arsenal. City vill fá í kringum 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Jesus hefur verið hjá City síðan 2017 og skipti til Arsenal gætu hentað báðum aðilum vel. Það er ekki hægt að segja að hlutverk Jesus hjá City sé búið að vera stórt frá því hann kom til félagsins og ekki verður það stærra eftir komu Erling Braut Haaland.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þekkir Jesus vel eftir að hafa áður starfað sem aðstoðarstjóri City. Hann er mikill aðdáandi leikmannsins og vill fá hann yfir til Arsenal.

Það gæti verið að kaupin á Jesus verði tilkynnt á næstu dögum.



Fleiri leikmenn á förum frá City
Jesus verður líklega fyrsti leikmaðurinn sem yfirgefur City í sumar en það eru fleiri leikmenn á förum frá félaginu.

Í frétt Goal kemur fram að Oleksandr Zinchenko sé á óskalista Everton og Chelsea hafi mikinn áhuga á því að fá Raheem Sterling í sínar raðir. Bernardo Silva hefur þá verið orðaður við Barcelona.

Ilkay Gundogan og Riyad Mahrez eiga bara eitt ár eftir af samningi sínum en það er búist við því að þeir verði áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner