Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 21. júní 2023 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Ási Arnars eftir jafneflið: Alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson þjáflari Breiðabliks var svekktur með jafntefli gegn Þrótti í kvöld. Liðið hans var yfir 1-0 í háfleik en fjörugur seinni hálfleikur endaði með að liðin skildu jöfn 2-2.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við erum svekkt að hafa ekki náð að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni í fyrri hálfleik, og haldið henni lengi þá er svona eins og það slokkni á okkur þarna á 5 mínútna kafla þar sem við fáum á okkur 2 mörk. Þar í framhaldinu er leikurinn kannski svolítið opinn í báða enda en fyrst og fremst svekkelsi að ná ekki að klára þetta."

Þróttarar komu sterkir út í seinni hálfleikinn og skoruðu 2 mörk á 2 mínútum til þess að komast yfir í 2-1.

„Það er alltaf kjaftshögg en við svo sem stóðum upp úr því og svöruðum, við náðum að jafna leikinn sem er bara sterkur karakter. En við hefðum viljað fara alla leið og sjá kannski sláarskotið hjá Taylor inni, það hefði verið skemmtilegt."

Leikurinn varð mjög opinn síðustu 20 mínúturnar þar sem bæði lið fengu nóg af færum til að skora sigurmarkið en það kom þó ekki.

„Ég held það hafi bara sýnt sig að bæði lið vildu vinna þennan leik. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik fyrir bæði lið. Þannig að ég held að leikurinn hafi verið eins og hann var af því að bæði lið lögðu allt í að sækja sigurmarkið, en þá opnaru þig aðeins hinum megin og bæði liðin voru að því."

Þetta var stórleikur umferðarinnar þar sem annað og þriðja sætið mættust. Því vildu bæði lið sækja til sigurs til að halda sér nálægt topp sætinu.

„Það er bara gríðarlega pirrandi, alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum"  Sagði Ásmundur við því hvort það væri ekki pirrandi að ná ekki sigri í toppbáráttuslag. Breiðablik á hinsvegar topplið Vals næst. „Sunnudagurinn er bara nýtt móment, nýr leikur. Við þurfum bara að safna kröftum og koma dýrvitlausar í hann og ná í sigur hérna á heimavelli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner