Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 21. júní 2023 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Ási Arnars eftir jafneflið: Alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson þjáflari Breiðabliks var svekktur með jafntefli gegn Þrótti í kvöld. Liðið hans var yfir 1-0 í háfleik en fjörugur seinni hálfleikur endaði með að liðin skildu jöfn 2-2.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við erum svekkt að hafa ekki náð að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni í fyrri hálfleik, og haldið henni lengi þá er svona eins og það slokkni á okkur þarna á 5 mínútna kafla þar sem við fáum á okkur 2 mörk. Þar í framhaldinu er leikurinn kannski svolítið opinn í báða enda en fyrst og fremst svekkelsi að ná ekki að klára þetta."

Þróttarar komu sterkir út í seinni hálfleikinn og skoruðu 2 mörk á 2 mínútum til þess að komast yfir í 2-1.

„Það er alltaf kjaftshögg en við svo sem stóðum upp úr því og svöruðum, við náðum að jafna leikinn sem er bara sterkur karakter. En við hefðum viljað fara alla leið og sjá kannski sláarskotið hjá Taylor inni, það hefði verið skemmtilegt."

Leikurinn varð mjög opinn síðustu 20 mínúturnar þar sem bæði lið fengu nóg af færum til að skora sigurmarkið en það kom þó ekki.

„Ég held það hafi bara sýnt sig að bæði lið vildu vinna þennan leik. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik fyrir bæði lið. Þannig að ég held að leikurinn hafi verið eins og hann var af því að bæði lið lögðu allt í að sækja sigurmarkið, en þá opnaru þig aðeins hinum megin og bæði liðin voru að því."

Þetta var stórleikur umferðarinnar þar sem annað og þriðja sætið mættust. Því vildu bæði lið sækja til sigurs til að halda sér nálægt topp sætinu.

„Það er bara gríðarlega pirrandi, alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum"  Sagði Ásmundur við því hvort það væri ekki pirrandi að ná ekki sigri í toppbáráttuslag. Breiðablik á hinsvegar topplið Vals næst. „Sunnudagurinn er bara nýtt móment, nýr leikur. Við þurfum bara að safna kröftum og koma dýrvitlausar í hann og ná í sigur hérna á heimavelli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner