Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   mið 21. júní 2023 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Ási Arnars eftir jafneflið: Alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson þjáflari Breiðabliks var svekktur með jafntefli gegn Þrótti í kvöld. Liðið hans var yfir 1-0 í háfleik en fjörugur seinni hálfleikur endaði með að liðin skildu jöfn 2-2.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við erum svekkt að hafa ekki náð að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni í fyrri hálfleik, og haldið henni lengi þá er svona eins og það slokkni á okkur þarna á 5 mínútna kafla þar sem við fáum á okkur 2 mörk. Þar í framhaldinu er leikurinn kannski svolítið opinn í báða enda en fyrst og fremst svekkelsi að ná ekki að klára þetta."

Þróttarar komu sterkir út í seinni hálfleikinn og skoruðu 2 mörk á 2 mínútum til þess að komast yfir í 2-1.

„Það er alltaf kjaftshögg en við svo sem stóðum upp úr því og svöruðum, við náðum að jafna leikinn sem er bara sterkur karakter. En við hefðum viljað fara alla leið og sjá kannski sláarskotið hjá Taylor inni, það hefði verið skemmtilegt."

Leikurinn varð mjög opinn síðustu 20 mínúturnar þar sem bæði lið fengu nóg af færum til að skora sigurmarkið en það kom þó ekki.

„Ég held það hafi bara sýnt sig að bæði lið vildu vinna þennan leik. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik fyrir bæði lið. Þannig að ég held að leikurinn hafi verið eins og hann var af því að bæði lið lögðu allt í að sækja sigurmarkið, en þá opnaru þig aðeins hinum megin og bæði liðin voru að því."

Þetta var stórleikur umferðarinnar þar sem annað og þriðja sætið mættust. Því vildu bæði lið sækja til sigurs til að halda sér nálægt topp sætinu.

„Það er bara gríðarlega pirrandi, alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum"  Sagði Ásmundur við því hvort það væri ekki pirrandi að ná ekki sigri í toppbáráttuslag. Breiðablik á hinsvegar topplið Vals næst. „Sunnudagurinn er bara nýtt móment, nýr leikur. Við þurfum bara að safna kröftum og koma dýrvitlausar í hann og ná í sigur hérna á heimavelli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner