Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 21. júní 2023 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Ási Arnars eftir jafneflið: Alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson þjáflari Breiðabliks var svekktur með jafntefli gegn Þrótti í kvöld. Liðið hans var yfir 1-0 í háfleik en fjörugur seinni hálfleikur endaði með að liðin skildu jöfn 2-2.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við erum svekkt að hafa ekki náð að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni í fyrri hálfleik, og haldið henni lengi þá er svona eins og það slokkni á okkur þarna á 5 mínútna kafla þar sem við fáum á okkur 2 mörk. Þar í framhaldinu er leikurinn kannski svolítið opinn í báða enda en fyrst og fremst svekkelsi að ná ekki að klára þetta."

Þróttarar komu sterkir út í seinni hálfleikinn og skoruðu 2 mörk á 2 mínútum til þess að komast yfir í 2-1.

„Það er alltaf kjaftshögg en við svo sem stóðum upp úr því og svöruðum, við náðum að jafna leikinn sem er bara sterkur karakter. En við hefðum viljað fara alla leið og sjá kannski sláarskotið hjá Taylor inni, það hefði verið skemmtilegt."

Leikurinn varð mjög opinn síðustu 20 mínúturnar þar sem bæði lið fengu nóg af færum til að skora sigurmarkið en það kom þó ekki.

„Ég held það hafi bara sýnt sig að bæði lið vildu vinna þennan leik. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik fyrir bæði lið. Þannig að ég held að leikurinn hafi verið eins og hann var af því að bæði lið lögðu allt í að sækja sigurmarkið, en þá opnaru þig aðeins hinum megin og bæði liðin voru að því."

Þetta var stórleikur umferðarinnar þar sem annað og þriðja sætið mættust. Því vildu bæði lið sækja til sigurs til að halda sér nálægt topp sætinu.

„Það er bara gríðarlega pirrandi, alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum"  Sagði Ásmundur við því hvort það væri ekki pirrandi að ná ekki sigri í toppbáráttuslag. Breiðablik á hinsvegar topplið Vals næst. „Sunnudagurinn er bara nýtt móment, nýr leikur. Við þurfum bara að safna kröftum og koma dýrvitlausar í hann og ná í sigur hérna á heimavelli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner