Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 21. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América í dag - Síle spilar við Perú
Mynd: EPA
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í dag í Copa América mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum í ár.

Þar eigast Perú og Síle við í áhugaverðum nágrannaslag í A-riðli, en þessar þjóðir hafa skipst á að sigra innbyrðisviðureignir gegn hvoru öðru á undanförnum árum.

Perú og Síle eru í A-riðli með Argentínu og Kanada sem mættust í opnunarleik mótsins í gær.

Tvær þjóðir fara upp úr hverjum riðli og munu mætast í 8-liða úrslitum keppninnar.

Heimir Hallgrímsson stýrir Jamaíka á þessu móti og er í erfiðum riðli ásamt Ekvador, Mexíkó og Venesúela.

Leikur kvöldsins:
00:00 Perú - Síle
Athugasemdir
banner
banner