Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 21. júní 2024 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak fagnar marki með Stjörnunni.
Ísak fagnar marki með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak er leikmaður Norrköping í Svíþjóð.
Ísak er leikmaður Norrköping í Svíþjóð.
Mynd: Guðmundur Svansson
„Það er mjög næs að hitta alla vinina og fjölskylduna. Aðeins að njóta heima á Íslandi í smástund. Ég held að allir í liðinu hafi þurft á smá fríi að halda," sagði Ísak Andri Sigurgeirsson í samtali við Fótbolta.net.

Hann kom við í stutt viðtal þar sem hann er stuttu fríi á Íslandi. Ísak er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en tímabilið þar hefur ekki byrjað eins og hann né liðið óskaði sér.

Ísak Andri var einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á meðan hann var þar á síðasta tímabili. Hann stóð sig það vel að Norrköping í Svíþjóð keypti hann.

Ísak hefur ekki fengið að spila mikið á þessu tímabili, hefur einungis byrjað einn leik fyrir liðið sem er í brasi í sænsku deildinni. Ísak hefur komið fjórum sinnum inn á af bekknum, fjórum sinnum verið ónotaður varamaður og þrisvar verið utan hóps. Hann byrjaði leik í maí og lagði upp mark en var í kjölfarið utan hóps í síðustu tveimur leikjum.

„Tímabilið hefur ekki verið sérstakt. Við erum í 14. sæti og þetta hefur ekki verið gott hingað til," segir Ísak en hann er auðvitað pirraður á stöðunni.

„Maður er alltaf mjög pirraður þegar maður er ekki að spila. En það er bara gamla góða 'halda áfram' og þannig."

Það er kominn nýr þjálfari til Norrköping eftir að Ísak var keyptur til félagsins og það hefur breytt stöðu hans aðeins. Andreas Alm heitir sá sem núna stýrir liðinu.

„Ég hef eitthvað rætt við hann en ekki mjög mikið. Ég held að helsta útskýringin sé sú að við höfum verið að spila 3-5-2 kerfið og erum ekki að spila með kantmenn. Við spilum með vængbakverði sem krefst miklu meiri varnarvinnu. Ég held að það sé helsta ástæðan. Hann tilkynnti liðinu (fyrir stuttu) að við munum spila 4-3-3 héðan í frá og það ætti að geta aukið mínar líkur á að geta stimplað mig inn. Þá get ég barist fyrir mínu á vinstri kantinum."

Ætlar að berjast fyrir sínu
Ísak segir að það sé erfitt að vera ekki að spila en hann þurfi að halda fókus. Hefur það komið umræðu að hann yfirgefi félagið?

„Eins og staðan er núna ætla ég að halda áfram og berjast fyrir mínu hjá Norrköping. En auðvitað verður maður að spila. Ef ég get ekki gert það hjá Norrköping þá verð ég auðvitað leita annað. Maður er í boltanum til að spila."

Það voru sögusagnir um það á dögunum að Ísak væri að koma heim og kom það fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Hann segir ekkert til í því.

„Nei, það var ekkert til í því. Ég var í einhverju smá fríi á landinu. Ég hef ekki talað við neitt íslenskt félag eða neitt. Það er ekkert inn í myndinni. Það kom aldrei til tals," segir Ísak en kemur það til greina á næstunni að fara heim í Stjörnuna?

„Nei, ég held ekki. Mig langar að halda áfram að spila úti. Ég held að það sé fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim eftir nokkra mánuði úti. Það er alltaf erfiðast fyrst þegar þú ferð út. Það er ekkert inn í myndinni hjá mér."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner