Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 21. júlí 2019 17:36
Arnar Helgi Magnússon
Glódís á skotskónum í stórsigri Rosengård
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum fyrir sitt lið, Rosengård, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Um var að ræða fyrsta leik eftir tveggja mánaðar sumarfrí. Liðið mætti þá Växjö en það var aldrei spurning hvorgu megin sigurinn myndi enda.

Leiknum lauk með 5-0 sigri Rosengård en Glódís skoraði fyrsta mark leiksins. Í hálfleik var staðan 3-0.

Rosengård situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Gautaborg.

Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Kungsbacka.
Athugasemdir
banner
banner