banner
   fim 21. júlí 2022 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Fjölnir í engum vandræðum með Þrótt V.
Lengjudeildin
Lúkas Logi Heimisson
Lúkas Logi Heimisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 6 - 0 Þróttur V.
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('2 )
2-0 Hans Viktor Guðmundsson ('17 )
3-0 Lúkas Logi Heimisson ('45 )
4-0 Guðmundur Þór Júlíusson ('45 )
5-0 Andri Freyr Jónasson ('81 )
6-0 Árni Steinn Sigursteinsson ('90 )

Fjölnir fékk Þrótt Vogum í heimsókn í fyrsta leik þrettándu umferðar Lengjudeildarinnar í kvöld.

Þetta byrjaði vel fyrir Fjölni en Hákon Ingi Jónsson komst einn gegn Rafal strax á 2. mínútu og rúllaði boltanum undir hann og í netið.

Stuttu síðar tvöfaldaði Hans VIktor Guðmundsson forystuna þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Lúkas Logi Heimisson og Guðmundur Þór Júlíusson skoruðu sitt markið hvor undir lok fyrri hálfleiksins.

Andri Freyr Jónasson kom boltanum í netið á 78. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu, hann lét það ekki á sig fá og skoraði aftur þremur mínútum síðar og þá stóð það.

Árni Steinn Sigursteinsson rak síðan síðasta naglann í kistu Þróttara. 6-0 lokatölur. Fjölnir fer upp í 3. sætið tímabundið að minnsta kosti en Þróttur áfram á botninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner