Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fös 21. júlí 2023 00:03
Brynjar Ingi Erluson
Persónulegt í Víkinni - „Ef þetta hefði verið Davíð, Ari eða einhver annar væri þetta alltaf víti“
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingum fannst halla mikið á dómgæsluna í 1-0 sigri liðsins á Riga í Víkinni en liðið fer ekki áfram í næstu umferð þar sem það tapaði fyrri leiknum, 2-0.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Riga FC

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var svekktur með niðurstöðuna í dag og telur Víkingsliðið betra en Riga.

„Mér finnst við vera með öll völd á þessu og þeir fá einhver hálf færi en við vorum betri. Við áttum seinna markið skilið en svona er fótboltinn og maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið þannig ég er hund, hundfúll.“

„Fyrsti leikurinn var off-leikur en ef við hefðum spilað svona leik úti í Riga þá hefði hann farið allt öðruvísi. Fyrri leikurinn var það eina sem 'failaði' en við lærum af þessu,“
sagði Danijel við Fótbolta.net.

Danijel vildi fá tvær vítaspyrnur í leiknum. Snemma í síðari hálfleik féll hann í teig Riga en fékk ekkert fyrir það og nokkrum mínútum síðar var hann spjaldaður fyrir leikaraskap en hann skildi lítið í dómgæsluna og fannst þetta hafa verið persónulegt.

„Ég var að horfa á þetta inni. Fyrsta var pjúra víti og ég skil ekki hvernig dómarinn getur ekki dæmt á þetta. Seinna þá fer hann í mig og ef þið skoðið þetta þá fer hann ekki í boltann og bara í mig. Hann dæmir þetta bara af því þetta er ég og þetta er aðeins meira persónulegt en ef Birnir myndi fá þetta eða einhver annar þá væri þetta alltaf víti. Þeir eru örugglega búnir að skoða þetta fyrir leiki og dæma þetta fyrir leikinn.“

„Ef þetta hefði verið Davíð, Ari eða einhver þá er þetta alltaf víti en hann sér mig „Okei, þetta er Daniel þannig ég dæmi ekki“. Þetta er leiðinlegt og ömurlegt,“
sagði Danijel og fannst honum þessi tvö atvik stærri en þegar varnarmaður Riga átti að hafa handleikið boltann.

„Hann fer yfir hann og hendi. Hvort boltinn hafi verið farinn útaf þegar hann fór í hendina en mér fannst vítin tvö sem ég átti að fá miklu meira en þetta hendi. Helvíti svekkjandi.“ sagði hann enn fremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner